Lífið samstarf

Jólagjöfin í ár fæst í Vogue fyrir heimilið

Vogue fyrir heimilið kynnir
Hin sígildu rúmföt frá Fussenegger fást í Vogue fyrir heimilið.
Hin sígildu rúmföt frá Fussenegger fást í Vogue fyrir heimilið.
„Við eigum gríðarlega mikið úrval til af fallegri gjafavöru,“ segir Kolbrún verslunarstjóri hjá Vogue fyrir heimilið en þar svigna hillur undan styttum, speglum, lömpum, kertastjökum, blómavösum og vínrekkum svo einungis fátt eitt sé nefnt. Þá segir hún ein flottustu vínglös sem völ er á fáist í Vogue fyrir heimilið.

„Við eru með glös og karöflur frá Riedel, sem margir vilja meina að séu fallegustu og bestu vínglös í heimi! Vínþjónar vilja sumir eingöngu „servera“  vín úr Riedel glösum. Þau eru á afar sanngjörnu verði hjá okkur og tilvalin til gjafa.

Í mjúka pakkann eigum við mikið úrval af sængurfatnaði, meðal annars hin sígildu rúmföt frá Fussenegger. Fussenegger hefur notið mikilla vinsælda svo áratugum skiptir og margir leggjast ekki til svefns í öðru á aðfangadagskvöld,“ segir Kolbrún „Við eigum líka til sængur og kodda í jólapakkann sem ylja svo um munar.“

Jólagjöf heimilisins er síðan hægindastóllinn Wizar sem nýtur ótrúlegra vinsælda. Hann er einstaklega fallegur, rúmgóður en samt nettur. Stóllinn er dönsk hönnun og framleiddur í Evrópu. Íslendingar hafa tekið ástfóstri við stólinn og selst hann á ógnarhraða þessa dagana.“

Nánar má kynna sér úrvalið á vouge.is   Þessi kynning er unnin í samstarfi við Vogue fyrir heimilið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.