Táningarnir hafa aldrei synt hraðar en á EM í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 12:35 Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti sitt persónulega met í tveimur greinum. Mynd/SSÍ Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir settu báðar persónuleg met í morgun í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow og Jóhanna meira að segja í tveimur greinum. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru yngstu landsliðsmenn Íslands á mótinu, Jóhanna Elín er átján ára en Snæfríður Sól er nítján ára. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hóf keppni Íslendinga í dag þegar hún keppti í undanrásum í 50 metra flugsundi sem hún synti á 27,19 sekúndum, en það er 41/100 úr sekúndu bæting á hennar besta tíma. Það var nóg að gera hjá henni í morgun og stutt í næsta sund. Jóhanna Elín synti öðru sinni, nú 100 metra skriðsund og bætti tímann sinn einnig í þeirri grein þegar hún synti á 56,03 sekúndum sem er líka 41/100 úr sekúndu betri tími en hún átti. Jóhanna Elín var að vonum ánægð með sig að loknum þessum tveimur greinum sínum og skokkaði glaðbeitt til búningsklefa samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska Sundsambandsins. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti líka í 100 metra skriðsundi og hún bætti einnig sinn besta tíma. Snæfríður Sól synti á 55,25 sekúndum en átti fyrir 55,57 sekúndur síðan í október. Hún lét vel af sér eftir sundið og á sína bestu grein 200 metra skriðsund eftir síðar á mótinu. Snæfríður Sól endaði í 34. sæti í undanrásunum en Jóhanna Elín í 47. sæti. Kristinn Þórarinsson endaði einstaklingssundin í þessum hluta með 100 metra baksundi. Hann synti á 53,99 sekúndum sem er rétt við tímann sem hann setti á ÍM25. Kristinn var sáttur eftir sundið, sagði þetta lofa góðu með framhaldið. Kristinn endaði í 50. sæti. Í lokin synti íslenska sveitin 4x50 metra fjórsund – kynblandað boðsund. Sveitina skipuðu Kolbeinn Hrafnkelsson sem synti baksundið, Kristinn Þórarinsson bringusundið, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir flugsundið og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sem synti skriðsundið. Tími sveitarinnar var 1:44,51 mín. Sund Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir settu báðar persónuleg met í morgun í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow og Jóhanna meira að segja í tveimur greinum. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru yngstu landsliðsmenn Íslands á mótinu, Jóhanna Elín er átján ára en Snæfríður Sól er nítján ára. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hóf keppni Íslendinga í dag þegar hún keppti í undanrásum í 50 metra flugsundi sem hún synti á 27,19 sekúndum, en það er 41/100 úr sekúndu bæting á hennar besta tíma. Það var nóg að gera hjá henni í morgun og stutt í næsta sund. Jóhanna Elín synti öðru sinni, nú 100 metra skriðsund og bætti tímann sinn einnig í þeirri grein þegar hún synti á 56,03 sekúndum sem er líka 41/100 úr sekúndu betri tími en hún átti. Jóhanna Elín var að vonum ánægð með sig að loknum þessum tveimur greinum sínum og skokkaði glaðbeitt til búningsklefa samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska Sundsambandsins. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti líka í 100 metra skriðsundi og hún bætti einnig sinn besta tíma. Snæfríður Sól synti á 55,25 sekúndum en átti fyrir 55,57 sekúndur síðan í október. Hún lét vel af sér eftir sundið og á sína bestu grein 200 metra skriðsund eftir síðar á mótinu. Snæfríður Sól endaði í 34. sæti í undanrásunum en Jóhanna Elín í 47. sæti. Kristinn Þórarinsson endaði einstaklingssundin í þessum hluta með 100 metra baksundi. Hann synti á 53,99 sekúndum sem er rétt við tímann sem hann setti á ÍM25. Kristinn var sáttur eftir sundið, sagði þetta lofa góðu með framhaldið. Kristinn endaði í 50. sæti. Í lokin synti íslenska sveitin 4x50 metra fjórsund – kynblandað boðsund. Sveitina skipuðu Kolbeinn Hrafnkelsson sem synti baksundið, Kristinn Þórarinsson bringusundið, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir flugsundið og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sem synti skriðsundið. Tími sveitarinnar var 1:44,51 mín.
Sund Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira