Lífið

Jón Jónsson fagnar tíu ára starfsafmæli með stórtónleikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson með bróður sínum Frikka Dór sem blés til stórtónleikanna „Í síðasta skjpti“ í fyrra í tilefni þess að hann hugðist yfirgefa landið. Frestun varð á því ferðalagi Frikka sem er enn á köldum klaka.
Jón Jónsson með bróður sínum Frikka Dór sem blés til stórtónleikanna „Í síðasta skjpti“ í fyrra í tilefni þess að hann hugðist yfirgefa landið. Frestun varð á því ferðalagi Frikka sem er enn á köldum klaka. Vísir/sylvía

Tónlistamaðurinn vinsæli Jón Jónsson ætlar að standa fyrir stórtónleikum í Eldborg 30. maí næstkomandi.

Með tónleikunum er Jón að fagna tíu ára starfsafmæli sínu sem tónlistarmaður. Á tónleikunum mun Jón njóta fulltingis okkar fremsta tónlistarfólks til að flytja lögin í sinni stærstu mynd undir styrkri stjórn Ara Braga Kárasonar.

Á þessum 10 árum hefur Jón sent frá sér lög á borð við When You’re Around, Sooner or Later, All, You, I, Ljúft að vera til, Gefðu allt sem þú átt, Þegar ég sá þig fyrst, Á sama tíma, á sama stað og Með þér.

Miðasalan á tónleikana hófst í dag og fer fram á Tix og heimasíðu Hörpunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.