Lífið

Jón Jónsson fagnar tíu ára starfsafmæli með stórtónleikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Jónsson með bróður sínum Frikka Dór sem blés til stórtónleikanna „Í síðasta skjpti“ í fyrra í tilefni þess að hann hugðist yfirgefa landið. Frestun varð á því ferðalagi Frikka sem er enn á köldum klaka.
Jón Jónsson með bróður sínum Frikka Dór sem blés til stórtónleikanna „Í síðasta skjpti“ í fyrra í tilefni þess að hann hugðist yfirgefa landið. Frestun varð á því ferðalagi Frikka sem er enn á köldum klaka. Vísir/sylvía
Tónlistamaðurinn vinsæli Jón Jónsson ætlar að standa fyrir stórtónleikum í Eldborg 30. maí næstkomandi.

Með tónleikunum er Jón að fagna tíu ára starfsafmæli sínu sem tónlistarmaður. Á tónleikunum mun Jón njóta fulltingis okkar fremsta tónlistarfólks til að flytja lögin í sinni stærstu mynd undir styrkri stjórn Ara Braga Kárasonar.

Á þessum 10 árum hefur Jón sent frá sér lög á borð við When You’re Around, Sooner or Later, All, You, I, Ljúft að vera til, Gefðu allt sem þú átt, Þegar ég sá þig fyrst, Á sama tíma, á sama stað og Með þér.

Miðasalan á tónleikana hófst í dag og fer fram á Tix og heimasíðu Hörpunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×