Sport

Anton Sveinn náði öðrum besta tímanum í 100 metra bringusundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee er að gera frábæra hluti í Glasgow.
Anton Sveinn Mckee er að gera frábæra hluti í Glasgow. Mynd/SSÍ

Anton Sveinn Mckee setti sitt sjötta Íslandsmet á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag þegar hann tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Aðeins einn synti hraðar í undanrásunum.

Anton Sveinn kom í mark á 57,21 sekúndum og varð annar í sínum riðli. Hann endaði síðan í öðru sæti í undanrásunum því enginn náði að synda hraðar en hann í lokariðlinum. Undanúrslitin fara fram seinna í dag.

Gamla Íslandsmetið átti Anton sjálfur eða frá því að hann synti á 57,57 sekúndum á HM í Kína árið 2018.

Anton Sveinn hafði sett fimm Íslandsmet í fimm sundum fram að þessu sundi og er því búin að setja met í öllum sex sundum sínum á mótinu.

Hollendingurinn Arno Kamminga náði besta tímanum en hann synti á 56,71 sekúndum og var hálfri sekúndu á undan okkar manni. Þriðji var síðan Hvít-Rússinn Ilya Shymanovich.

Undanúrslitasund Antons fer fram klukkan 17.15 í dag en úrslitasundið er síðan á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.