Erlent

Þrettán franskir her­menn fórust í þyrlu­slysi

Atli Ísleifsson skrifar
Franski herinn hefur aðstoðað þann malíska að ná yfirráðum á ný yfir landsvæði sem íslamskir uppreisnarmenn náðu á sitt vald árið 2012.
Franski herinn hefur aðstoðað þann malíska að ná yfirráðum á ný yfir landsvæði sem íslamskir uppreisnarmenn náðu á sitt vald árið 2012. Getty
Þrettán franskir hermenn fórust í þyrluslysi í aðgerð hersins gegn íslömskum öfgamönnum í Malí í gærkvöldi. Frá þessu greinir skrifstofa Frakklandsforseta.

Í yfirlýsingu frá Emmanuel Macron forseta segist hann „mjög hryggur“ vegna atviksins og sendir hann aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur.

Óöld hefur ríkt í norðurhluta Malí frá árinu 2012 þegar íslamskir uppreisnarmenn náðu tökum á stóru landsvæði þar. Malíski herinn hefur þó með aðstoð franska hersins tekist að ná landsvæðinu á sitt vald á ný.

Óstöðugleiki í landinu er þó enn mikill þar sem átök hafa breiðst út til annarra landsvæða.


Tengdar fréttir

Vígamenn mala gull í Afríku

Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.