Lífið

Ætlar í mál við Madonnu vegna seinkunar á tón­leikum

Sylvía Hall skrifar
Tímabreyting Madonnu leggst illa í suma.
Tímabreyting Madonnu leggst illa í suma. Vísir/Getty
Aðdáandi söngkonunnar Madonnu er vægast sagt ósáttur við breytingu á tónleikum hennar í Miami í næsta mánuði. Tónleikunum var seinkað um tvær klukkustundir og munu því hefjast of seint fyrir aðdáandann sem hefur ákveðið að grípa til sinna ráða.Nate Hollander keypti þrjá miða á tónleika söngkonunnar fyrir tæplega 130 þúsund íslenskar krónur. Tónleikarnir eru hluti af Madame X tónleikaferðalagi hennar um Bandaríkin og áttu þeir upphaflega að hefjast klukkan 20:30 en var seinkað til 22:30.Tímabreytingin veldur því að Hollander kemst ekki á tónleikana og munu ungmenni undir 18 ára ekki geta mætt á tónleikana, ekki einu sinni í fylgd með fullorðnum þar sem útivistartími þeirra er til klukkan 23. Hollander hefur því ráðfært sig við lögmann og boðað til hóplögsóknar vegna seinkunarinnar.Madonna sjálf gefur lítið fyrir óánægju aðdáenda sinna ef marka má myndbandsupptöku frá tónleikum hennar í gær. Þar sló hún málinu upp í hálfgert grín, við góðar undirtektir áhorfenda.„Hérna er eitt sem þið þurfið öll að skilja, og það er að drottning er aldrei sein.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.