Innlent

Eitt út­kall hjá björgunar­sveitum það sem af er degi

Atli Ísleifsson skrifar
Óveður hefur gengið yfir landið í dag og hefa gular og appelsínugular viðvaranir verið í gildi.
Óveður hefur gengið yfir landið í dag og hefa gular og appelsínugular viðvaranir verið í gildi. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir hafa einungis verið kallaðar út einu sinni það sem af er degi. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi um klukkan 21:45.

Óveður hefur gengið yfir landið í dag og hefa gular og appelsínugular viðvaranir verið í gildi.

„Það var eitt útkall í Grindavík í kringum klukkan 17. Það var foktjón, þakklæðing sem hafði fokið. Björgunarsveitarmönnum tókst að leysa það á hálftíma eða svo.“

Hann segist fagna því að vel hafi gengið. „Miðað við veðurspár þá ætti mesti kúfurinn að vera núna. Það má vera að fólk hafi almennt tekið mark á viðvörunum og lítið verið á ferðinni,“ segir Davíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.