Líður eins og ég sé staddur í draumi Hjörvar Ólafsson skrifar 11. nóvember 2019 11:30 Arnar Daváið fagnar. mynd/fréttablaðið Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti