Líður eins og ég sé staddur í draumi Hjörvar Ólafsson skrifar 11. nóvember 2019 11:30 Arnar Daváið fagnar. mynd/fréttablaðið Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn