Sport

Ætla að lengja tímabilið í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það myndu allir fagna fleiri leikjum.
Það myndu allir fagna fleiri leikjum. vísir/getty

Flest bendir til þess að NFL-tímabilið leiktíðina 2021 verði lengra en áður en samningaviðræður NFL-deildarinnar við leikmannasamtökin.

Núverandi samningur deildarinnar við leikmannasamtökin rennur út eftir næstu leiktíð og vilji er hjá báðum aðilum að lengja tímabilið.

Eigendur liðanna vildu fara úr 16 leikjum í 18 en nú lítur út fyrir að tekin verði hófleg lenging eða 17 leikir. Það myndi líklega þess utan stækka úrslitakeppnina meira.

Þetta yrði gert á kostnað færri æfingaleikja sem fer vel ofan í báða aðila. Það vilja allir fækka þeim leikjum.

Ef farið verður í 17 leiki munu líka einhverjir leikir fara fram á hlutlausum völlumm og leikjum utan Bandaríkjanna myndi þess utan fjölga.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.