Sport

Kastaði treyju Zeke í ruslið og gerði mömmuna reiða | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zeke með foreldrum sínum.
Zeke með foreldrum sínum. vísir/getty
Íþróttafréttamaðurinn umdeildi Skip Bayless fór hamförum á Twitter meðan á leik Dallas Cowboys og Minnesota Vikings stóð. Það endaði með því að mamma hlaupara Dallas, Ezekiel Elliott, varð reið.Bayless birti mynd af sér fyrir leikinn í treyju Zeke og sagðist hafa tröllatrú á því að þetta yrði hans kvöld.Svo gat Zeke ekkert og Bayless sturlaðist. Fór að drulla yfir allt og alla og þá sérstaklega hlauparann. Sagði hann aðeins vera skuggann af sjálfum sér.Morguninn eftir gekk hann alla leið og móðgaði marga með því að henda treyju Zeke í ruslið.Dawn Elliott, móðir Zeke, kunni ekki að meta þessa takta í íþróttafréttamanninum og vill að fólk sýni betri mannasiði en þetta.Hún sagðist vonast eftir því að hún sæi aldrei aftur mynd af Bayless í treyju sonarins. Hann hefur fengið viðvörun.Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.