Nate Diaz endurgreiddi manni sem veðjaði húsaleigunni á hann

Það voru margir svekktir er Nate Diaz tapaði gegn Jorge Masvidal og einhverjir urðu líka gjaldþrota eftir að hafa veðjað of miklu á bardagann.
Bardagi þeirra var stoppaður af lækni eftir þriðju lotu þar sem Diaz var kominn með mjög ljóta skurði. Hann vildi samt halda áfram en fékk það ekki.
Instagram-notandinn unknownkillers213 skrifaði til Diaz á Instagram að hann hefði veðjað húsaleigunni á sigur síns manns og því svæfi hann nú í bílnum. Hann dró síðar í land með þá staðreynd.
Update for everyone asking me, Yes Nate actually helped me out Nate is the true OG BMF he sent me more money than what I lost on my bet and I’m using it to buy from his cbd company “Game Up” Nate is a really cool guy when I made that post I didn’t think twice about it I didn’t even think he would see it and I even let him know that I wasn’t really sleeping in my car it was more of a joke but it was awesome the way he responded and the fact that he refunded me and gave me some extra cash just goes to show he is a man of the people !!!View this post on Instagram
A post shared by West213 (@unknownkillers213) on
Diaz svaraði til baka að þetta væri ekkert mál. Hann myndi redda þessu. Það kom manninum því þægilega á óvart þegar Diaz stóð við stóru orðin.
Hann greiddi honum til baka og lét hann þess utan fá smá aukapening. Alvöru maður.
Tengdar fréttir

Er Nate Diaz hættur í MMA?
MMA-aðdáendur klóra sér nú í kollinum eftir að bardagakappinn Nate Diaz sendi frá sér tíst í gær þar sem hann virðist tilkynna að hann sé hættur.

Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump
UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir.