Sport

Nate Diaz endurgreiddi manni sem veðjaði húsaleigunni á hann

Nate Diaz sér um sitt fólk.
Nate Diaz sér um sitt fólk. vísir/getty

Það voru margir svekktir er Nate Diaz tapaði gegn Jorge Masvidal og einhverjir urðu líka gjaldþrota eftir að hafa veðjað of miklu á bardagann.

Bardagi þeirra var stoppaður af lækni eftir þriðju lotu þar sem Diaz var kominn með mjög ljóta skurði. Hann vildi samt halda áfram en fékk það ekki.

Instagram-notandinn unknownkillers213 skrifaði til Diaz á Instagram að hann hefði veðjað húsaleigunni á sigur síns manns og því svæfi hann nú í bílnum. Hann dró síðar í land með þá staðreynd.
Diaz svaraði til baka að þetta væri ekkert mál. Hann myndi redda þessu. Það kom manninum því þægilega á óvart þegar Diaz stóð við stóru orðin.

Hann greiddi honum til baka og lét hann þess utan fá smá aukapening. Alvöru maður.

MMA

Tengdar fréttir

Er Nate Diaz hættur í MMA?

MMA-aðdáendur klóra sér nú í kollinum eftir að bardagakappinn Nate Diaz sendi frá sér tíst í gær þar sem hann virðist tilkynna að hann sé hættur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.