Sport

Er Nate Diaz hættur í MMA?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diaz í bardaganum gegn Masvidal.
Diaz í bardaganum gegn Masvidal. vísir/getty
MMA-aðdáendur klóra sér nú í kollinum eftir að bardagakappinn Nate Diaz sendi frá sér tíst í gær þar sem hann virðist tilkynna að hann sé hættur.

Diaz er nýbúinn að berjast við Jorge Masvidal um BMF-beltið (Baddest Motherfucker) hjá UFC. Þar tapaði hann fyrir Masvidal en læknir stöðvaði bardagann eftir þrjár lotur þar sem Diaz var kominn með mjög ljóta skurði á andlitið.





Masvidal sagði strax að það væri ekki spurning að þeir myndu berjast aftur enda hundleiðinlegt að enda bardagann svona. Masvidal hafði talsverða yfirburði í lotunum þremur og var á leið með að vinna bardagann.

Diaz er skaphundur og ólíkindatól og ekki taka allir þessum orðum hans mjög alvarlega. Framtíðin ein mun svo leiða í ljós hvort hann komi aftur en hann mun örugglega fá vel greitt ef hann vill berjast aftur við Masvidal.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×