Sport

Fury er til í að lemja forseta UFC frítt

Dana White telur að Fury yrði bara laminn í UFC.
Dana White telur að Fury yrði bara laminn í UFC. vísir/getty

Einn besti boxari heims, Tyson Fury, kunni ekki að meta orð forseta UFC, Dana White, um sig.

Fury hefur gefið því undir fótinn að færa sig yfir í MMA og æfði til að mynda með UFC-kappanum Darren Till á dögunum. Hann hefur einnig rætt við Conor McGregor um þjálfa sig.

Áður en hann getur skoðað það af alvöru þarf hann að berjast aftur við Deontay Wilder í febrúar að öllum líkindum.

„Ef Tyson Fury vill koma í MMA þá er ég með haug af gaurum sem myndu elska að berjast við hann. Ég næ því samt engan veginn af hverju hann er að spá í því,“ sagði White.

„Hann er mjög góð söluvara í hnefaleikaheiminum og einn af þeim bestu í heiminum. Hann er frábær boxari og ef rétt er haldið á málum gætu næstu 3-4 bardagar hans verið með þeim verðmætari í sögunni. Af hverju ætti hann þá að koma til okkar til þess eins að láta lemja sig?“

Þessi ummæli fóru illa í Fury sem svaraði White fullum hálsi.

„Ég myndi lemja hann frítt og læt þetta ekki trufla mig. Það hafa allir sína skoðun og ég hef ekki áhuga á skoðunum annarra,“ sagði Fury en hann tók þátt í viðburði hjá WWE á dögunum.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.