Sport

Í beinni í dag: Sjóðheitir Keflvíkingar mæta Íslandsmeisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/daníel

Undankeppni EM 2020 í fótbolta og Domino's deildin eru fyrirferðamiklar á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Körfuboltinn á Stöð 2 Sport á föstudögum og þar er engin breyting á í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign ÍR og nýliða Fjölnis í Hertz hellinum í Seljaskóla.

ÍR-ingar töpuðu síðasta leik á móti Haukum en höfðu þar áður tekið þrjá sigra í röð og vilja ólmir komast aftur á sigurbraut.

Seinni leikurinn er svo stórleikur Keflavíkur og Íslandsmeistara KR.

Keflvíkingar eru ósigraðir á toppi deildarinnar en KR hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gera svo umferðina upp að leiknum loknum.

Þá verður sýnt frá leikjum Finnlands og Liechtenstein og Rúmeníu og Svíþjóð í undankeppni EM 2020.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í kvöld:
16:50 Finnland - Liechtenstein, Sport 2
18:00 Mayakoba Golf Classic, Stöð 2 Golf
18:20 ÍR - Fjölnir, Sport
19:35 Rúmenía - Svíþjóð, Sport 2
20:10 Keflavík - KR, Sport
21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport 2
22:10 Domino's Körfuboltakvöld, SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.