Innlent

Vinda- og vætu­samt fyrir há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það hlýni í veðri síðdegis í dag þar sem hiti verður á bilinu 0 til 6 stig.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það hlýni í veðri síðdegis í dag þar sem hiti verður á bilinu 0 til 6 stig. vísir/vilhelm
Landsmenn þurfa að fást við suðaustan hvassviðri eða stormi sunnan- og vestantil og vætu fyrir hádegi í dag. Það dregur svo úr vindi og styttir að mestu upp eftir hádegi, fyrst vestast á landinu þegar skilin ganga yfir, en bætir þá í vind með slyddu eða rigningu fyrir austan.Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það hlýni í veðri síðdegis í dag þar sem hiti verður á bilinu 0 til 6 stig.„Útlit fyrir fínasta veður um helgina. Verðum í óstöðugu lofti á morgun með suðvestanátt og dálitum éljum og kólnar smám saman, en léttir til um landið austanvert.Á sunnudag liggur hæðarhryggur yfir landinu með froststillum og sólríku veðri um mest allt land og má þá búast við talsverðu frosti inn til landsins.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari og léttskýjað um landið A-vert. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suður- og vesturströndina.Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og léttskýjað, en snýst í vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestantil um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, í innsveitum norðaustanlands.Á mánudag og þriðjudag: Suðaustan 10-18 og úrkomulítið um landið suðvestanvert, hvassast við suðvesturströndina og hiti 0 til 6 stig. Mun hægari og yfirleitt bjart norðan- og austanlands og vægt frost.Á miðvikudag og fimmtudag: Austlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Heldur kólnandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.