Sífellt fleiri með loftslagskvíða: „Maður verður alveg heltekinn“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:00 Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís. Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís.
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira