Íslenski boltinn

Gonzalo Zamorano hættur hjá ÍA og leitar að nýju liði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gonzalo mun ekki leika fleiri leiki fyrir Skagamenn
Gonzalo mun ekki leika fleiri leiki fyrir Skagamenn mynd/ía

Spænski sóknarmaðurinn Gonzalo Zamorano Leon er farinn frá Pepsi-Max deildarliði ÍA en þetta kemur fram í tilkynningu sem Skagamenn sendu frá sér í gær.

Þar segir jafnframt að þessi 24 ára gamli leikmaður hafi fullan hug á að spila fótbolta áfram á Íslandi.

Gonzalo hefur gert það gott í neðri deildum á Íslandi með Víkingi Ólafsvík og Huginn en honum tókst ekki að skora eitt einasta mark í þeim 22 leikjum sem hann lék fyrir Skagamenn síðasta sumar eftir að hafa raðað inn mörkum á undirbúningstímabilinu.

Skagamenn höfnuðu í 10.sæti Pepsi-Max deildarinnar á síðustu leiktíð en voru þó sjö stigum frá fallsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.