Erlent

Átök á Gaza hafin að nýju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísraelsher hóf árásir á Gaza að nýju eftir mánaðar hlé.
Ísraelsher hóf árásir á Gaza að nýju eftir mánaðar hlé. skjáskot/AP

Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. Aðeins fáar klukkustundir voru liðnar frá því að palestínskir vígamenn höfðu skotið tíu eldflaugum í átt að suður Ísrael sem markaði enda á mánaðarlangri hernaðarlægð við landamærin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP.

Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum sagði að herflugvéla hans hafi hafið árás á hryðjuverkaógnir í Gaza. Palestínskir fjölmiðlar greindu frá því að árásunum hafi sérstaklega verið beint að þjálfunarbúðum og útvarðarstöðvum Hamas, sem eru íslömsk vígasamtök sem stjórna Gaza, og fleiri samtaka.

Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja að þrír palestínskir menn hafi særst í árásunum eftir að hafa verið hæfðir af sprengjubrotum í einni árásanna. Þeir hafi verið nokkuð illa særðir.

Aðilar sem urðu vitni að árásinni við Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis segja að mennirnir þrír hafi setið í aldingarði fyrir neðan eina útvarðarstöðina sem ráðist var á.

Seint á föstudag höfðu palestínskir vígamenn skotið tíu eldflaugum yfir landamærin á örstuttum tíma. Þær lentu á húsi sem skemmdist en ekki hefur verið greint frá mannfalli. Ísraelska lögreglan sagði að sprengjubrot hafi skemmt húsið sem var staðsett í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael. Myndband sem var tekið upp eftir árásina á föstudag sést bíll sem lagt var nærri húsinu sem hefur orðið fyrir höggi en allar rúðurnar í bílnum voru brotnar.

Enginn vígahópur hefur tekið ábyrgð á árásinni á föstudag en Ísrael kennir Hamas samtökunum fyrir allar árásir frá Gaza.

Klippa: Árás á Gaza

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.