Innlent

Endurheimt votlendis í Krýsuvíkurmýri lokið

Andri Eysteinsson og Hrund Þórsdóttir skrifa
Útblástur af 29 hekturum nemur um 580 tonnum af koltvísýringsígildum
Útblástur af 29 hekturum nemur um 580 tonnum af koltvísýringsígildum Stöð2/Egill

Endurheimt votlendis Krýsuvíkurmýri í landi Hafnarfjarðarbæjar lauk í dag en um var að ræða 29 hektara svæði. Verktakafyrirtækið Ístak vann að verkefninu í samvinnu við Votlendissjóð.

Útblástur af 29 hekturum nemur um 580 tonnum af koltvísýringsígildum og samsvarar framkvæmdin því að drepið væri varanlega á 290 fólksbílum.

Framkvæmdum lauk í Bleiksmýri og við Bessastaði snemma í október en þessi verkefni eru þau fyrstu af um 25 jörðum sem Votlendissjóður er með á dagskrá fram á vor í samvinnu við landeigendur og Landgræðsluna.

Einar Bárðarson og Bjarki Hólmgeir Halldórsson. Stöð2/Egill


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.