Innlent

Endurheimt votlendis í Krýsuvíkurmýri lokið

Andri Eysteinsson og Hrund Þórsdóttir skrifa
Útblástur af 29 hekturum nemur um 580 tonnum af koltvísýringsígildum
Útblástur af 29 hekturum nemur um 580 tonnum af koltvísýringsígildum Stöð2/Egill
Endurheimt votlendis Krýsuvíkurmýri í landi Hafnarfjarðarbæjar lauk í dag en um var að ræða 29 hektara svæði. Verktakafyrirtækið Ístak vann að verkefninu í samvinnu við Votlendissjóð.

Útblástur af 29 hekturum nemur um 580 tonnum af koltvísýringsígildum og samsvarar framkvæmdin því að drepið væri varanlega á 290 fólksbílum.

Framkvæmdum lauk í Bleiksmýri og við Bessastaði snemma í október en þessi verkefni eru þau fyrstu af um 25 jörðum sem Votlendissjóður er með á dagskrá fram á vor í samvinnu við landeigendur og Landgræðsluna.

Einar Bárðarson og Bjarki Hólmgeir Halldórsson.Stöð2/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×