Lífið samstarf

Mesta úrval Fatboy í heimi

Fatboy kynnir
Vörurnar frá Fatboy eru litríkar, skemmtilegar og endingargóðar.
Vörurnar frá Fatboy eru litríkar, skemmtilegar og endingargóðar.
Mesta úrval af Fatboy vörum sem finna má í einni verslun í öllum heiminum er í Reykjavík. Nánar til tekið í Fatboy versluninni að Ármúla 44. Þetta segir Einar verslunarstjóri og mælir með Fatboy í jólapakkann. Auðveldlega megi finna réttu gjöfina í búðinni.

Þetta eru ofboðslega skemmtilegar og flottar vörur. Fatboy er þekktast fyrir stóru grjónapúðana og við höfum selt mikið magn af þeim gegnum árin, en Fatboy framleiðir einnig gríðarlega vinsæl hengirúm og fleiri útfærslur af púðum. Vörurnar hafa mikið notagildi og eru afar endingargóðar. Þær eru litríkar en eitt af aðal markmiðum Fatboy er að fá fólk til þess að brosa og líða vel,“ segir Einar.

Í versluninni er einnig að finna gjafavörur eins og lampa og teppi.„Við eigum mikið af fallegum lömpum sem eru hlaðanlegir. Lampana er hægt að nota bæði inni og úti eins og lugt en rafhlaðan dugir í um það bil sólarhring og er hlaðinn með usb snúru. Lamparnir koma í nokkrum mismunandi útfærslum og mörgum litum. Þeir eru með dimmer og mjög vinsælir í gjafir.Bómullarteppin frá Fatboy eru æðisleg en við köllum þau  „besta vin þinn“ . Það vill enginn fara undan þessu teppi,“ segir Einar.

Nánar má skoða úrvalið hér fyrir neðan og á sekkur.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Fatboy.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.