Lífið

Kristilegi snillingurinn og milljarðamæringurinn Kanye West

Andri Eysteinsson skrifar
West gaf nýlega út plötuna Jesus Is King.
West gaf nýlega út plötuna Jesus Is King. Getty/Raymond Hall
Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn berorði Kanye West hefur ekki verið þekktur fyrir það að vera hræddur við að láta gamminn geisa, sama hvort það sé í lögum hans eða í viðtölum.Kanye gaf nýverið út plötuna Jesus Is King þar sem að kristnin er í fyrirrúmi. Lög plötunnar sem bera heiti eins og On God, God Is, Use this Gospel og Jesus is Lord eru stútfull af vísunum í bók bókanna, Biblíuna.Kristnin er því West hugleikin þessa dagana en í óvæntu viðtali á 2019 Fast Company Innovation hátíðinni ýjaði tónlistarmaðurinn að því að hann gæti breytt nafni sínu í Kristilegur Snillingur Milljarðamæringur Kanye West (e. Christian Genius Billionaire Kanye West). CNN greinir frá.West hefur þó áður sagst ætla að skipta um nafn, 2009 ætlaði tónlistarmaðurinn að breyta nafni sínu í Martin Louis the King jr. Ekki varð af því en þó er aldrei að vita hvað gerist í ár enda er West til alls líklegur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.