Lauk meistaranámi 83 ára og hefur ekki enn fundið helga steininn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 17:51 Sólveig tekur við brautskráningarskírteini sínu úr hendi Stefáns Hrafns Jónssonar, forseta Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. MYND/Kristinn Ingvarsson Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu. Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu.
Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira