Innlent

Vegurinn milli Tálkna­fjarðar og Pat­reks­fjarðar lokaður

Atli Ísleifsson skrifar
Reiknað er með að vegurinn opni á ný eftir um tvo tíma.
Reiknað er með að vegurinn opni á ný eftir um tvo tíma. Vísir/vilhelm
Vegurinn milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar er lokaður vegna umferðarslyss.

Lögreglan á Vestfjörðum segir frá því að búast megi við að hann verði ekki opnaður aftur fyrr en eftir tvær klukkustundir.

„Dráttarbíll með tengivagn rann til á veginum yfir Mikladal, Tálknafjarðarmegin og þverar hann. Engin hlaut meiðsl,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.