Tryggvi vinnur markvisst að því að verða tvö hundruð ára Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2019 10:30 Tryggvi tók grunn í hagfræði áður en hann lauk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá HÍ. Hann hefur einnig hlotið liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher. Tryggvi Hjaltason virðist í fyrstu venjulegur maður, hann er giftur, þriggja barna faðir sem vinnur hjá greiningardeild CCP. Það sem gerir hann hins vegar óvenjulegan er að hann langar að verða tvö hundruð ára og er að vinna markvisst í því. Tryggvi tók grunn í hagfræði áður en hann lauk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá HÍ. Hann hefur einnig hlotið liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher og er með BA gráðu í Global Security and Intelligence fræðum frá Embry Riddle háskólanum. Tryggvi hefur komið víða við eins og sést á þessum lista en hann hefur m.a. unnið fyrir fimm ráðherra, komið að öryggismálum fyrir fjölmargar stofnanir, stýrt yfir 300 yfirheyrslum og lokið rannsókn á 76 málum er varða flókin fjármunabrot eins og t.d. afleiðuviðskipti, fjársvik og skattalagabrot. En hvers vegna vill hann verða tvö hundruð ára og telur hann að þetta sé raunverulega mögulegt? „Ég held að það sé tæknilega ekki mögulegt að verða tvö hundruð ára í dag og það er svo sem ekkert ennþá sem gefur til kynna að það sé hægt. Það eru margir sem hafa skoðað hrörnun og DNA og annað sem vilja meina að það verði aldrei hægt en það sem við erum að sjá, og mér finnst mjög spennandi, að tæknin er að gefa okkur aukna getu til þess að eiga fleiri góð ár og lifa lengur í fullri heilsu. Það sem ég vonast eftir að þegar ég verð sextugur þá verði meðal sextugsaldurinn töluvert heilbrigðari en sextugsaldurinn í dag og fyrir tuttugu árum,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að fleiri og fleiri telji að með aukinni getu til stofnfrumuræktunar verði hægt að laga hraðar og betur skemmd líffæri. Og ef við náum að útrýma stærstu breytunum eins og krabbameini getum við verið að horfa á breytt landslag uppá það hvað drepi okkur og hversu hratt.„Meðalaldurinn í Bretlandi í kringum iðnbyltinguna er einhverstaðar í kringum fjörutíu árin. Ég fór þá að hugsa að af hverju var fólk sátt fyrir nokkrum mannsævum að verða eldri en fimmtugt en í dag er það í kringum áttrætt. Svo áttar maður sig á því að það kemur með aukinni þekkingu og hvernig við förum með okkur. Þá fannst mér svo fróðlegt hvað þú hefur mikil völd yfir eigin málum í þessu. Ég held að það sé frekar óumdeilanlegt að það verðmætasta sem þú færð í vöggugjöf er tími. Við getum haft mikil áhrif á það hvað við fáum mikinn góðan tíma. Mannkynsagan sýnir að þetta getur verið munur upp á tugi ára.“Tryggvi á góða fjölskyldu sem hjálpar honum að lifa stresslausu og góðu lífi.En hvað gerir Tryggvi til að auka líkurnar á því að hann verði mun eldri en þekkist í dag? „Ég hef svolítið verið að fikta mig áfram með föstur og rannsóknir sýna fram á það að föstur hafa alveg gríðarlega jákvæð áhrifa á heilsuna ef þær eru stundaðar rétt. Helstu rannsóknarmenn í Bandaríkjunum á því sviði eru að tala fyrir því að föstur ættu að vera partur af nútíma velferðarkerfi sem fyrirbyggjandi heilbrigðismeðferð. Þegar þú fastur fer líkaminn í ákveðið varnarástand og ef við einföldum þetta mjög þá fer hann að eyða út slæmum frumum og sérstaklega frumur sem eru líklegastar til að breytast í krabbameinsfrumur. Svo þegar þú ferð út úr föstu fer líkaminn aftur að byggja sig upp. Og hann hefur gengið lengra en gengur og gerist til að auka líkurnar á löngu lífi en hann sendi endajaxl úr sér til stofnfrumuræktunar. Tryggva er alvara með að verða gamall og gerir hluti sem margir myndu telja mikla fórn en hann hefur t.a.m. aldrei: „smakkað áfengi og veit ekki einu sinni hvernig það bragðast. Ég hef aldrei smakkað kaffi, aldrei reykt, aldrei prófað vímuefni og það var bara meðvituð ákvörðun sem ég tók mjög snemma því mig langaði ekki að innbyrða neitt sem myndi trufla eðlilega heilastarfsemi. Þetta er bara partur af þessu plani og ef ég ætlaði að verða mjög gamall þá vildi ég ekki setja þá áhættu fyrir framan mig að verða áfenginu eða sígarettunum að bráð.“Þegar Tryggvi var í Bandaríkjaher.Tryggvi er nokkuð viss um að einn ákveðinn þáttur drepi fleiri en okkur annar. „Ég held að stress sé líklega í dag mesti áhættufaktorinn í okkar kynslóð sem ógnar löngu heilbrigðu lífi. Þar eru fullt af faktorum sem koma inn eins og samfélagsmiðlar eru stór partur af þessu og við erum í stanslausum samanburði sem við getum ekki sigrað og þetta veldur pressu og álagi, sérstaklega þegar þú ert ungur og ert með ómótaða sjálfsmynd og heimsmynd. Vinnuumhverfi hefur að vissu leyti þróast svona.“ Tryggvi viðurkennir alveg að þessir þættir hafi líka áhrif á hann en hann er kannski meðvitaðri um áhrifin og geri jafnvel meira í að vernda sig en næsti maður. „Ég hef fundið fyrir fíknieinkennum t.d. gagnvart samfélagsmiðlum og lent á þeim vegg nokkrum sinnum að mér finnst ég þurfa að eyða þessu út úr símanum og taka mér pásu frá þessu af því að ég er farinn að finna það að ég á orðið erfiðara með að slaka á. Ég er líka heppinn með það að eiga góða eiginkonu og frábæra fjölskyldu sem hjálpar mér í þessu og svo á ég sterka trú sem hefur einnig hjálpað gagnvart álagi af stressi.“ En hvernig getur trú haft áhrif á langlífi? „Okkur líður ekki vel nema við höfum eitthvað stærra til þess að trúa á. Eitthvað stærri sem veitir tilgang í lífinu. Það getur verið margt en það sem mér fannst fróðlegt er það skiptir máli hvað þetta stærra er og það var til dæmis rannsókn sem gerð var þar sem fólk var beðið um að biðja og íhuga og svo var mælt hvaða áhrif það myndi hafa á þau. Þá kom í ljós að mesti vöxturinn í heilanum og það sem kom jákvæðast út voru hjá þeim sem báðu til kærleiksríks guðs.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
Tryggvi Hjaltason virðist í fyrstu venjulegur maður, hann er giftur, þriggja barna faðir sem vinnur hjá greiningardeild CCP. Það sem gerir hann hins vegar óvenjulegan er að hann langar að verða tvö hundruð ára og er að vinna markvisst í því. Tryggvi tók grunn í hagfræði áður en hann lauk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá HÍ. Hann hefur einnig hlotið liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher og er með BA gráðu í Global Security and Intelligence fræðum frá Embry Riddle háskólanum. Tryggvi hefur komið víða við eins og sést á þessum lista en hann hefur m.a. unnið fyrir fimm ráðherra, komið að öryggismálum fyrir fjölmargar stofnanir, stýrt yfir 300 yfirheyrslum og lokið rannsókn á 76 málum er varða flókin fjármunabrot eins og t.d. afleiðuviðskipti, fjársvik og skattalagabrot. En hvers vegna vill hann verða tvö hundruð ára og telur hann að þetta sé raunverulega mögulegt? „Ég held að það sé tæknilega ekki mögulegt að verða tvö hundruð ára í dag og það er svo sem ekkert ennþá sem gefur til kynna að það sé hægt. Það eru margir sem hafa skoðað hrörnun og DNA og annað sem vilja meina að það verði aldrei hægt en það sem við erum að sjá, og mér finnst mjög spennandi, að tæknin er að gefa okkur aukna getu til þess að eiga fleiri góð ár og lifa lengur í fullri heilsu. Það sem ég vonast eftir að þegar ég verð sextugur þá verði meðal sextugsaldurinn töluvert heilbrigðari en sextugsaldurinn í dag og fyrir tuttugu árum,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að fleiri og fleiri telji að með aukinni getu til stofnfrumuræktunar verði hægt að laga hraðar og betur skemmd líffæri. Og ef við náum að útrýma stærstu breytunum eins og krabbameini getum við verið að horfa á breytt landslag uppá það hvað drepi okkur og hversu hratt.„Meðalaldurinn í Bretlandi í kringum iðnbyltinguna er einhverstaðar í kringum fjörutíu árin. Ég fór þá að hugsa að af hverju var fólk sátt fyrir nokkrum mannsævum að verða eldri en fimmtugt en í dag er það í kringum áttrætt. Svo áttar maður sig á því að það kemur með aukinni þekkingu og hvernig við förum með okkur. Þá fannst mér svo fróðlegt hvað þú hefur mikil völd yfir eigin málum í þessu. Ég held að það sé frekar óumdeilanlegt að það verðmætasta sem þú færð í vöggugjöf er tími. Við getum haft mikil áhrif á það hvað við fáum mikinn góðan tíma. Mannkynsagan sýnir að þetta getur verið munur upp á tugi ára.“Tryggvi á góða fjölskyldu sem hjálpar honum að lifa stresslausu og góðu lífi.En hvað gerir Tryggvi til að auka líkurnar á því að hann verði mun eldri en þekkist í dag? „Ég hef svolítið verið að fikta mig áfram með föstur og rannsóknir sýna fram á það að föstur hafa alveg gríðarlega jákvæð áhrifa á heilsuna ef þær eru stundaðar rétt. Helstu rannsóknarmenn í Bandaríkjunum á því sviði eru að tala fyrir því að föstur ættu að vera partur af nútíma velferðarkerfi sem fyrirbyggjandi heilbrigðismeðferð. Þegar þú fastur fer líkaminn í ákveðið varnarástand og ef við einföldum þetta mjög þá fer hann að eyða út slæmum frumum og sérstaklega frumur sem eru líklegastar til að breytast í krabbameinsfrumur. Svo þegar þú ferð út úr föstu fer líkaminn aftur að byggja sig upp. Og hann hefur gengið lengra en gengur og gerist til að auka líkurnar á löngu lífi en hann sendi endajaxl úr sér til stofnfrumuræktunar. Tryggva er alvara með að verða gamall og gerir hluti sem margir myndu telja mikla fórn en hann hefur t.a.m. aldrei: „smakkað áfengi og veit ekki einu sinni hvernig það bragðast. Ég hef aldrei smakkað kaffi, aldrei reykt, aldrei prófað vímuefni og það var bara meðvituð ákvörðun sem ég tók mjög snemma því mig langaði ekki að innbyrða neitt sem myndi trufla eðlilega heilastarfsemi. Þetta er bara partur af þessu plani og ef ég ætlaði að verða mjög gamall þá vildi ég ekki setja þá áhættu fyrir framan mig að verða áfenginu eða sígarettunum að bráð.“Þegar Tryggvi var í Bandaríkjaher.Tryggvi er nokkuð viss um að einn ákveðinn þáttur drepi fleiri en okkur annar. „Ég held að stress sé líklega í dag mesti áhættufaktorinn í okkar kynslóð sem ógnar löngu heilbrigðu lífi. Þar eru fullt af faktorum sem koma inn eins og samfélagsmiðlar eru stór partur af þessu og við erum í stanslausum samanburði sem við getum ekki sigrað og þetta veldur pressu og álagi, sérstaklega þegar þú ert ungur og ert með ómótaða sjálfsmynd og heimsmynd. Vinnuumhverfi hefur að vissu leyti þróast svona.“ Tryggvi viðurkennir alveg að þessir þættir hafi líka áhrif á hann en hann er kannski meðvitaðri um áhrifin og geri jafnvel meira í að vernda sig en næsti maður. „Ég hef fundið fyrir fíknieinkennum t.d. gagnvart samfélagsmiðlum og lent á þeim vegg nokkrum sinnum að mér finnst ég þurfa að eyða þessu út úr símanum og taka mér pásu frá þessu af því að ég er farinn að finna það að ég á orðið erfiðara með að slaka á. Ég er líka heppinn með það að eiga góða eiginkonu og frábæra fjölskyldu sem hjálpar mér í þessu og svo á ég sterka trú sem hefur einnig hjálpað gagnvart álagi af stressi.“ En hvernig getur trú haft áhrif á langlífi? „Okkur líður ekki vel nema við höfum eitthvað stærra til þess að trúa á. Eitthvað stærri sem veitir tilgang í lífinu. Það getur verið margt en það sem mér fannst fróðlegt er það skiptir máli hvað þetta stærra er og það var til dæmis rannsókn sem gerð var þar sem fólk var beðið um að biðja og íhuga og svo var mælt hvaða áhrif það myndi hafa á þau. Þá kom í ljós að mesti vöxturinn í heilanum og það sem kom jákvæðast út voru hjá þeim sem báðu til kærleiksríks guðs.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira