Lífið

Tískukóngur og húðdrottning ást­fangin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Helga Sigrún og Jón Davíð eru að slá sér upp.
Helga Sigrún og Jón Davíð eru að slá sér upp.

Jón Davíð Davíðsson, einn eigenda Húrra Reykjavíkur, Flateyjar pizzu og Yuzu, og Helga Sigrún Hermannsdóttir, einn eigenda Dóttur Skin, eru nýtt par.

Heimildir Vísi herma að parið hafi verið að slá sér upp undanfarna mánuði. Ummerki þess hafa sést á samfélagsmiðlum upp á síðkastið en Helga hefur þar birt myndir af sér heima hjá Jóni.

Um helgina birti Helga síðan mynd af Jóni Davíð á Instagram-hringrás sinni þar sem þau voru greinilega saman á Hótel Rangá ásamt fleiri Húrra-liðum, Sindra Snæ Jenssyni og Alexíu Mist Baldursdóttir.

Jón Davíð er fæddur árið 1988 en Helga Sigrún árið 1997 og því níu ára aldursmunur á parinu.

Húrra og húð

Jón Davíð stofnaði Húrra Reykjavík ásamt Sindra Snæ árið 2014 og var hann framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá stofnun til ársins 2021. Auk þess að reka sístækkandi Húrra-veldið hafa þeir félagar einnig farið út í pizzastaða-, hamborgarastaða og skemmtistaðarekstur.

Helga Sigrún er menntuð í efnaverkfræði og hagnýtri efnafræði og hefur helgað feril sinn húð- og snyrtivörum. Hún stofnaði húðvörufyrirtækið Dóttir Skin árið 2021 með Crossfit-köppunum Annie Mist og Katrínu Tönju. Fyrirtækið hóf starfsemi 2024 og gaf út fyrstu íslensku sólarvörnina síðasta sumar.

Nýverið hóf Húrra Reykjavík einmitt að selja vörur Dóttur Skin.


Tengdar fréttir

Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“

„Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.