Sport

Conor snýr aftur í búrið í janúar | Ætlar sér stóra hluti á næsta ári

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor McGregor er farið að leiðast þófið og ætlar að drífa sig aftur í búrið.
Conor McGregor er farið að leiðast þófið og ætlar að drífa sig aftur í búrið. vísir/getty

Bardagakappinn Conor McGregor var með blaðamannafund í Moskvu í morgun þar sem hann staðfesti endurkomu sína í búrið þann 18. janúar á næsta ári.

Þá mun Conor berjast í T-Mobile-höllinni í Las Vegas. Conor talaði ekki um hver yrði andstæðingur hans en líklegustu andstæðingarnir eru Donald Cerrone og Justin Gaethje. „Spyrjið UFC hver andstæðingurinn verður því mér er skítsama,“ sagði Conor á fundinum.

Conor var klár í að berjast við Frankie Edgar um miðjan desember en það gekk ekki eftir þar sem UFC hafði engan áhuga á þeim bardaga.Írinn kjaftfori segist ætla að láta til sín taka á næsta ári og stefnir á þrjá bardaga. Hann vill mæta sigurvegaranum í bardaga Jorge Masvidal og Nate Diaz og einnig vill hann mæta sigurvegaranum í bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson.

Conor er mikill Rocky-aðdáandi og hefur óskað eftir því að berjast við Khabib í Moskvu ef hann fær annað tækifæri gegn Rússanum. Vill feta í fótspor Rocky Balboa sem lamdi Ivan Drago í Moskvu í Rocky IV.

Nú bíðum við frétta frá UFC um hver verður andstæðingur Írans í janúar en ljóst er að endurkoma hans mun hrista upp í UFC-heiminum.

Conor hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Khabib í október í fyrra.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.