Lífið

Peysa Kurt Cobain seldist á tæplega 42 milljónir

Sylvía Hall skrifar
Peysan fræga.
Peysan fræga. Vísir/Getty
Græn peysa úr angóruull sem var í eigu söngvarans sáluga Kurt Cobain seldist á 334 þúsund dollara, tæplega 42 milljónir íslenskra króna, á uppboði í New York í gær. Peysan hefur ekki verið þvegin í næstum þrjá áratugi og ber merki mikillar notkunar.Cobain klæddist peysunni þegar hann kom fram á MTV árið 1993. Þessi fræga peysa er í svipuðu standi og þegar söngvarinn klæddist henni á sínum tíma, blettótt með göt eftir sígarettubruna.Peysan er líklega sú dýrasta sem hefur selst á uppboði fyrr og síðar en forseti félagsins sem sá um uppboðið, Darren Julien, sagði peysuna vera eina af þekktustu flíkum Cobain.Peysan var ekki eina eign Cobain sem var til sölu, en einnig var boðinn upp sérsmíðaður Fender Mustang gítar sem söngvarinn átti. Cobain spilaði á gítarinn á tónleikaferðalaginu Utero og seldist hann á 340 þúsund dollara, eða um 42,5 milljónir íslenskra króna. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.