Sport

Í beinni í dag: Stórleikir á Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr á tímabilinu
Úr leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr á tímabilinu vísir/getty
Það verða stórleikir á dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski handboltinn mætir aftur, enski deildarbikarinn, Domino's deild kvenna og ítalski og spænski boltinn.Topplið Olísdeildar karla, Haukar, ríða fyrstir á vaðið eftir landsleikjahléið og mæta ÍBV í stórleik á Ásvöllum. Haukar eru með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en ÍBV er í 5. sæti, þremur stigum á eftir Haukum.Haukar verða líka í eldlínunni í körfuboltanum, kvennalið Hauka mætir Snæfelli í Stykkishólmi. Haukar eru tveimur stigum á eftir toppliði Vals og mega ekki við því að misstíga sig fyrir vestan.Í enska deildarbikarnum verður stórleikur í 16-liða úrslitunum þegar Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge.Ole Gunnar Solskjær fór illa með Frank Lampard í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í upphafi tímabilsins og þurfa Chelsea-menn að leita hefnda.Þá verður annar stórleikur á Anfield þar sem topplið deildarinnar, Liverpool, fær Arsenal í heimsókn.Á Spáni eru bæði Real Madrid og Valencia í eldlínunni og Juventus mætir Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportstöðvanna má sjá hér.Dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld:

17: 55 Valencia - Sevilla, Sport 4

17:55 Napólí - Atalanta, Sport 5

18:20 Haukar - ÍBV, Sport 3

19:05 Snæfell - Haukar, Sport 6

19:20 Liverpool - Arsenal, Sport

19:55 Juventus - Genoa, Sport 5

20:00 Chelsea - Manchester United, Sport 2

20:10 Real Madrid - Leganes, Sport 4

02:00 HSBC Champions, Stöð 2 Golf
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.