Sport

Í beinni í dag: Stórleikir á Englandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr á tímabilinu
Úr leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr á tímabilinu vísir/getty

Það verða stórleikir á dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski handboltinn mætir aftur, enski deildarbikarinn, Domino's deild kvenna og ítalski og spænski boltinn.

Topplið Olísdeildar karla, Haukar, ríða fyrstir á vaðið eftir landsleikjahléið og mæta ÍBV í stórleik á Ásvöllum. Haukar eru með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en ÍBV er í 5. sæti, þremur stigum á eftir Haukum.

Haukar verða líka í eldlínunni í körfuboltanum, kvennalið Hauka mætir Snæfelli í Stykkishólmi. Haukar eru tveimur stigum á eftir toppliði Vals og mega ekki við því að misstíga sig fyrir vestan.

Í enska deildarbikarnum verður stórleikur í 16-liða úrslitunum þegar Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge.

Ole Gunnar Solskjær fór illa með Frank Lampard í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í upphafi tímabilsins og þurfa Chelsea-menn að leita hefnda.

Þá verður annar stórleikur á Anfield þar sem topplið deildarinnar, Liverpool, fær Arsenal í heimsókn.

Á Spáni eru bæði Real Madrid og Valencia í eldlínunni og Juventus mætir Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportstöðvanna má sjá hér.

Dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld:
17: 55 Valencia - Sevilla, Sport 4
17:55 Napólí - Atalanta, Sport 5
18:20 Haukar - ÍBV, Sport 3
19:05 Snæfell - Haukar, Sport 6
19:20 Liverpool - Arsenal, Sport
19:55 Juventus - Genoa, Sport 5
20:00 Chelsea - Manchester United, Sport 2
20:10 Real Madrid - Leganes, Sport 4
02:00 HSBC Champions, Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.