Bíó og sjónvarp

Ný íslensk hrollvekja á leið í kvikmyndahús

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin segir frá stúlku sem leggur mikið á sig til að afhjúpa 60 ára gamalt leyndarmál ömmu sinnar.
Myndin segir frá stúlku sem leggur mikið á sig til að afhjúpa 60 ára gamalt leyndarmál ömmu sinnar.

Íslenska myndin Flakið, eða The Wreck eins og hún er nefnd á ensku, er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er læknirinn Lýður Árnason.

Myndin segir frá stúlku sem leggur mikið á sig til að afhjúpa 60 ára gamalt leyndarmál ömmu sinnar. Er flakkað á milli nútíðar og fortíðar þegar sagan er sögð en það sem gerist á nútímanum er að mestu á ensku.

Er um hrollvekju að ræða sem var að mestu leyti tekin upp á Hesteyri.

Helstu leikarar eru Hansel Eagle, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Vignir Rafn Valþórsson, Inga María Eyjólfsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.