Lífið

Stórkostleg frammistaða Sölku Sólar sem Eivör í Eftirhermuhjólinu

Andri Eysteinsson skrifar
Salka Sól og Sóli Hólm sungu til dæmis sem Eivör og Daði Freyr
Salka Sól og Sóli Hólm sungu til dæmis sem Eivör og Daði Freyr
Spjallþátturinn Föstudagskvöld með Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gestir Gumma að þessu sinni voru söngkonan Salka Sól, rapparinn Emmsjé Gauti og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn. Gumma til halds og traust var sem fyrr, Sóli Hólm.

Nýr dagskrárliður var kynntur til leiks í gær, „Eftirhermuhjólið“ svokallaða, sem gæti allt eins verið innblásið af lið í spjallþáttum Jimmy Fallon, en eins og Gummi Ben orðaði það sjálfur. „Kannski erum við búin að stela þessu einhvers staðar frá, en aldrei gert á Íslandi.“

Þau Salka Sól og Sóli Hólm kepptust þar í því að syngja lög sem annar tónlistarmaður. Sóli fékk þau verkefni að syngja Hemma Gunn slagarann „Einn dans við mig“ sem rapparinn Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur, sem er einmitt eiginmaður Sölku Sólar. Þá tók hann einnig lagið „Þorparinn“ sem Daði Freyr.

Sóli stóð sig með prýði en senunni stal söngkonan Salka Sól. Salka söng jólalagið „Þú og ég og jól“ sem Svala Björgvins áður en hún tryllti lýðinn með stórkostlegum flutningi á laginu um það sem er bannað sem færeyska söngdrottningin Eivör Pálsdóttir.

Sjá má dagskrárliðinn Eftirhermuhjólið í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×