Innlent

Gul við­vörun á Suð­austur­landi og Aust­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við talsverðri rigningu á Austurlandi.
Búast má við talsverðri rigningu á Austurlandi. veðurstofan
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðausturlandi og á Austfjörðum þar sem spáð er talsverðri rigningu seint í nótt og á morgun. Þá er spáð stormi um tíma í fyrramálið syðst á landinu, frá Eyjafjöllum austur í Öræfi.Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi austan- og norðaustanátt, víða 10 til 18 metrum á sekúndu á morgun en 18 til 23 metrum syðst fram að hádegi. Má búast við rigningu, einkum á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður vestanlands með hita á bilinu sjö til þrettán stig.

Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 8-13 m/s, en 10-18 síðdegis um landið NV-vert. Víða rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.Á miðvikudag og fimmtudag: Norðaustan 8-13 og súld eða rigning N- og A-til á landinu, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.Á föstudag: Austan- og norðaustanátt. Dálítil væta öðru hverju, en þurrt V-lands. Hiti breytist lítið.Á laugardag og sunnudag: Norðaustlæg átt og bjart veður, en dálítil úrkoma af og til fyrir norðan og austan. Heldur kólnandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.