Innlent

Gul við­vörun á Suð­austur­landi og Aust­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við talsverðri rigningu á Austurlandi.
Búast má við talsverðri rigningu á Austurlandi. veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðausturlandi og á Austfjörðum þar sem spáð er talsverðri rigningu seint í nótt og á morgun. Þá er spáð stormi um tíma í fyrramálið syðst á landinu, frá Eyjafjöllum austur í Öræfi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi austan- og norðaustanátt, víða 10 til 18 metrum á sekúndu á morgun en 18 til 23 metrum syðst fram að hádegi. Má búast við rigningu, einkum á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður vestanlands með hita á bilinu sjö til þrettán stig.

Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 8-13 m/s, en 10-18 síðdegis um landið NV-vert. Víða rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðaustan 8-13 og súld eða rigning N- og A-til á landinu, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Á föstudag: Austan- og norðaustanátt. Dálítil væta öðru hverju, en þurrt V-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag: Norðaustlæg átt og bjart veður, en dálítil úrkoma af og til fyrir norðan og austan. Heldur kólnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.