Landnám moskítóflugunnar tímaspursmál Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 11:26 Bit moskítóflugunnar getur verið hvimleitt. Vísir/getty Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“ Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00