Innlent

Könnun MMR: Mið­flokkurinn mælist næst­stærstur

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm

Stuðningur við Miðflokkinn mælist með 14,8 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. Flokkurinn mældist með 12,8 prósent stuðning í síðustu könnun sem framkvæmd var um miðjan síðasta mánuð.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur með 19,8 prósent fylgi, samanborið við 18,3 prósent fylgi í síðustu mælingu.

Fylgi Pírata minnkar um rúmlega 3,5 prósentustig milli kannanna og fylgi Vinstri-grænna um 2,5 prósentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,0 prósent, samanborið við 43,7 prósent í síðustu könnun.

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,8% og mældist 18,3% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,8% og mældist 12,0% í síðustu könnnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,1% og mældist 14,8% í síðustu könnun. 

Fylgi Viðreisnar mældist nú 11,0% og mældist 10,2% í síðustu könnun. 

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 12,8% í síðustu könnun. 

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,1% og mældist 11,8% í síðustu könnun. 

Fylgi Pírata mældist nú 8,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun. 

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,6% og mældist 4,0% í síðustu könnun. 

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,1% og mældist 2,0% í síðustu könnun. 

Fylgi annarra flokka mældist 2,4% samanlagt,“ segir í frétt á vef MMR þar sem einnig má lesa um framkvæmd könnunarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×