Sport

Brady fékk nóg af dómurunum | Slökkti á sjónvarpinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Brady.
Tom Brady. vísir/getty
Dómarar NFL-deildarinnar hafa verið talsvert gagnrýndir fyrir að flauta of mikið og stærsta stjarna deildarinnar, Tom Brady, fékk nóg í gær.

Fyrr í vikunni sagði goðsögnin Troy Aikman, fyrrum leikstjórnandi Dallas Cowboys, að sér væri hreinlega óglatt yfir þessari dómgæslu. Það væri flautað á allt í dag.

Brady var að horfa á leik Jaguars og Titans í nótt en fékk á endanum nóg og slökkti á tækinu.







Það voru dæmd fimmtán víti í fyrri hálfleik en aðeins fimm í þeim seinni. Þá voru flestir búnir að fá nóg.

Dómarar dæma miklu meira á leikmenn fyrir að halda ólöglega en aukningin er 66 prósent milli ára í þeim dómum. Í heildina er verið að dæma 16 prósent fleiri víti á fyrstu tveimur vikunum nú en í fyrra.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×