Sport

Brady fékk nóg af dómurunum | Slökkti á sjónvarpinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Brady.
Tom Brady. vísir/getty

Dómarar NFL-deildarinnar hafa verið talsvert gagnrýndir fyrir að flauta of mikið og stærsta stjarna deildarinnar, Tom Brady, fékk nóg í gær.

Fyrr í vikunni sagði goðsögnin Troy Aikman, fyrrum leikstjórnandi Dallas Cowboys, að sér væri hreinlega óglatt yfir þessari dómgæslu. Það væri flautað á allt í dag.

Brady var að horfa á leik Jaguars og Titans í nótt en fékk á endanum nóg og slökkti á tækinu.




Það voru dæmd fimmtán víti í fyrri hálfleik en aðeins fimm í þeim seinni. Þá voru flestir búnir að fá nóg.

Dómarar dæma miklu meira á leikmenn fyrir að halda ólöglega en aukningin er 66 prósent milli ára í þeim dómum. Í heildina er verið að dæma 16 prósent fleiri víti á fyrstu tveimur vikunum nú en í fyrra.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.