Erlent

Höfnuðu beiðni Car­ter um reynslu­lausn

Sylvía Hall skrifar
Michelle Carter.
Michelle Carter. Vísir/Getty
Beiðni Michelle Carter um reynslulausn var hafnað í dag þar sem það var talið vafasamt að hún yrði látin laus eftir aðeins sjö mánaða fangelsisvist. Carter var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi árið 2017 fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi.Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hafði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of. Í dag er Carter 23 ára gömul og afplánar dóm sinn í Bristol County fangelsinu.Sjá einnig: Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstaréttAfplánun Carter hófst þegar búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu en lögmenn hennar segja það vera fordæmalaust. Málið komst aftur í hámæli fyrr á þessu ári þegar HBO gaf út heimildarmynd um málið sem sýndi samskipti þeirra og baksögu í nánum smáatriðum.Ákvörðunin um að hafna beiðni um reynslulausn var meðal annars byggð á því að ekki hefði verið gert nægilega vel grein fyrir hegðun Carter sem leiddi til sjálfsvígs Roy á sínum tíma. Hegðun hennar væri sérhlífin og skorti alla samkennd.Lögmaður Carter hefur ekki tjáð sig um málið en í svari fangelsisins við fyrirspurn Buzzfeed kemur fram að Carter sé „fyrirmyndarfangi“ og væri kurteis við starfsmenn og aðra fanga.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.