Við getum öll verið súperstjörnur Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Pétur Óskar lék lögreglumanninn Tryggva í þáttunum vinsælu Ófærð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Leikarinn og tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson gaf út lagið Superstar á fimmtudaginn. Myndband við lagið var frumsýnt sama dag á Miami við Hverfisgötu og er Pétur ánægður með viðtökurnar.Vel mætt á frumsýninguna „Það var fullt út úr dyrum og mikið af góðu fólki sem mætti. Mér allavega leið eins og það væri mjög svona innilega klappað í lokin, eins og það kæmi smá frá hjartanu. Þannig að fyrir mitt leyti þá fannst mér ganga mjög vel,“ segir Pétur Óskar, en hann gengur undir listamannsnafninu Oscar Leone þegar hann gefur út tónlist. „Það stóð ekki til að koma með neitt listamannsnafn. Nafnið kom á fundi. Þetta er skírskotun í spagettívestraleikstjórann Sergio Leone.“ Pétur segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig myndbandið ætti að vera en allt small einhvern veginn saman þegar hann talaði við vin sinn, leikstjórann og tónlistarmanninn Einar Egilsson. „Við vorum undir áhrifum frá Once Upon a Time in Hollywood. Hún fjallar að hluta um spagettívestra en Tarantino heldur mikið upp á þá og Sergio. Við vildum gera eitthvað mjög myndrænt og leikið,“ en Pétur er menntaður leikari og hefur starfað við það síðustu ár.Stjörnurnar röðuðust rétt „Þannig að þetta er líka hugsað sem útrás fyrir mig eða leikarann í mér. Ég hafði verið að þreifa fyrir mér í einhvern tíma með að gera myndband en svo lágu stjörnurnar allt í einu rétt og Einar var akkúrat á leiðinni til landsins frá Los Angeles.“En um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um það að allir séu á sinn hátt súperstjörnur. Maður heldur alltaf að til að vera súperstjarna þurfi maður að vera leikari í einhverri Hollywood-mynd. Það er ekki rétt. Kona að fæða barn er til dæmis súperstjarna. Stundum líður manni líka þannig, kannski keyrandi heim í umferð á föstudegi og líður einfaldlega eins og súperstjörnu.“ Lagið snertir líka á eðli ástarinnar. „Ást getur varað í eina nótt eða jafnvel heila eilífð. Lagið fjallar mikið um að lifa í núinu. Svo spilar tunglið líka stórt hlutverk í myndbandinu.“ Ekki hættur í leiklistinni Pétur segir að hann sé ekki að taka tónlistina fram yfir leiklistina og ætli í framtíðinni að reyna að sinna hvoru tveggja til jafns. „Einmitt núna er mikið að gera í tónlistinni og ég er að fara strax í hljóðverið aftur á morgun að taka upp. Svo er maður að fá góða æfingu í að koma sér á framfæri og svona, er á fullu að kynna myndbandið á samfélagsmiðlum. Þetta er ágætis æfing í því.“ Pétur var með hlutverk í þætti í Lúxemborg sem verður frumsýndur eftir örfáa daga. „Þetta eru stórir leikarar þar ytra, serían verður líka sýnd í Þýskalandi. Svo ætla ég að reyna að gefa út annað lag sem fyrst og myndband við. Ég ætla að sinna þessu báðu, ég er alls ekki hættur í leiklistinni. Langar alltaf að leika meira.“ Myndbandið er hægt nálgast á YouTube og lagið Superstar er komið á allar helstu streymisveitur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Leikarinn og tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson gaf út lagið Superstar á fimmtudaginn. Myndband við lagið var frumsýnt sama dag á Miami við Hverfisgötu og er Pétur ánægður með viðtökurnar.Vel mætt á frumsýninguna „Það var fullt út úr dyrum og mikið af góðu fólki sem mætti. Mér allavega leið eins og það væri mjög svona innilega klappað í lokin, eins og það kæmi smá frá hjartanu. Þannig að fyrir mitt leyti þá fannst mér ganga mjög vel,“ segir Pétur Óskar, en hann gengur undir listamannsnafninu Oscar Leone þegar hann gefur út tónlist. „Það stóð ekki til að koma með neitt listamannsnafn. Nafnið kom á fundi. Þetta er skírskotun í spagettívestraleikstjórann Sergio Leone.“ Pétur segist lengi hafa velt því fyrir sér hvernig myndbandið ætti að vera en allt small einhvern veginn saman þegar hann talaði við vin sinn, leikstjórann og tónlistarmanninn Einar Egilsson. „Við vorum undir áhrifum frá Once Upon a Time in Hollywood. Hún fjallar að hluta um spagettívestra en Tarantino heldur mikið upp á þá og Sergio. Við vildum gera eitthvað mjög myndrænt og leikið,“ en Pétur er menntaður leikari og hefur starfað við það síðustu ár.Stjörnurnar röðuðust rétt „Þannig að þetta er líka hugsað sem útrás fyrir mig eða leikarann í mér. Ég hafði verið að þreifa fyrir mér í einhvern tíma með að gera myndband en svo lágu stjörnurnar allt í einu rétt og Einar var akkúrat á leiðinni til landsins frá Los Angeles.“En um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um það að allir séu á sinn hátt súperstjörnur. Maður heldur alltaf að til að vera súperstjarna þurfi maður að vera leikari í einhverri Hollywood-mynd. Það er ekki rétt. Kona að fæða barn er til dæmis súperstjarna. Stundum líður manni líka þannig, kannski keyrandi heim í umferð á föstudegi og líður einfaldlega eins og súperstjörnu.“ Lagið snertir líka á eðli ástarinnar. „Ást getur varað í eina nótt eða jafnvel heila eilífð. Lagið fjallar mikið um að lifa í núinu. Svo spilar tunglið líka stórt hlutverk í myndbandinu.“ Ekki hættur í leiklistinni Pétur segir að hann sé ekki að taka tónlistina fram yfir leiklistina og ætli í framtíðinni að reyna að sinna hvoru tveggja til jafns. „Einmitt núna er mikið að gera í tónlistinni og ég er að fara strax í hljóðverið aftur á morgun að taka upp. Svo er maður að fá góða æfingu í að koma sér á framfæri og svona, er á fullu að kynna myndbandið á samfélagsmiðlum. Þetta er ágætis æfing í því.“ Pétur var með hlutverk í þætti í Lúxemborg sem verður frumsýndur eftir örfáa daga. „Þetta eru stórir leikarar þar ytra, serían verður líka sýnd í Þýskalandi. Svo ætla ég að reyna að gefa út annað lag sem fyrst og myndband við. Ég ætla að sinna þessu báðu, ég er alls ekki hættur í leiklistinni. Langar alltaf að leika meira.“ Myndbandið er hægt nálgast á YouTube og lagið Superstar er komið á allar helstu streymisveitur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira