Leicester burstaði Newcastle

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Newcastla fagna í dag .
Leikmenn Newcastla fagna í dag . vísir/getty
Leicester lenti í engum vandræðum með slakt lið Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag er Leicester vann 5-0 sigur í viðureign liðanna.

Leicester er með fjórtán stig og er í 3. sæti deildarinnar en Newcastle er í næst neðsta sætinu með fimm stig eftir sjö leiki.

Fyrsta markið kom strax á 16. mínútu. Ricardo Pereira byrjaði þá sókn Leicester og batt hann einnig enda á sóknina.

Á 43. mínútu urðu Newcastle fyrir áfalli er Isaac Hayden fékk að líta beint rautt spjald og þeir því einu marki færri og marki undir er liðin gengu til búningsherbergja.

Annað mark leiksins kom á 54. mínútu en markið kom ekki úr óvæntri átt. Jamie Vardy skoraði þá eftir sendingu Harvey Barnes en Martin Dubravka átti að gera betur í markinu.

Einungis tveimur mínútum síðar var staðan orðinn 3-0. Skot Dennis Praet átti viðkomu í Paul Dummett og í netið. Sjálfsmark og vandræði á Newcastle.

Fjórða markið kom á 64. mínútu er Marc Albrighton fann markamaskínuna Jamie Vardy sem skoraði enn eitt markið á King Power-leikvanginum.





Fimmta og síðasta markið gerði Wlifried Ndidi í uppbótartímanum eftir laglegan snúning og skot. Lokatölur 5-0.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira