Sport

Calderwood: Eins og Gunni sé að berjast við sjálfan sig

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Joanna Calderwood.
Joanna Calderwood.
Íslandsvinurinn og skoska UFC-bardagakonan Joanne Calderwood er í Kaupmannahöfn og ætlar sér ekki að missa af bardaga Gunnars Nelson í kvöld.

„Ég er mjög spennt fyrir þessum bardaga og svo fékk ég tækifæri til þess að koma hingað sem gestur hjá UFC og gæti ekki verið ánægðari,“ sagði hin vinalega Calderwood sem hefur æft löngum stundum hjá Mjölni og þá mikið með Sunnu Tsunami.

„Það er alltaf frábær stemning á bardögunum hans Gunna. Þetta er eins og Gunnar sé að berjast við sjálfan sig. Þeir eru mjög líkir. Þetta gæti orðið bardagi kvöldsins. Ég held að Gunni geti gert góða hluti. Ég er alltaf í horninu hans sama hvað gengur á.“

Bardagi Gunnars og Burns er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan 18.00.



Klippa: Calderwood er alltaf í horninu hjá Gunnari
MMA

Tengdar fréttir

Burns: Gunnar er með marga veikleika

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mjög spenntur fyrir komandi bardaga gegn Gunnari Nelson. Hann er handviss um að þetta verði hans kvöld því hann sér veikleika í stíl Gunnars.

Sjáðu Gunnar og Burns á vigtinni

Gunnar Nelson og Gilbert Burns náðu báðir löglegri þyngd er þeir stigu á vigtina í morgun. Bardagi þeirra er því formlega staðfestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×