Grunaður kortaþjófur handtekinn á leið til Amsterdam og settur í varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 19:17 Alls eru þrír menn grunaðir í málinu. Vísir/Vilhelm/Getty/Kenishirotie Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna. Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50