Bíó og sjónvarp

Seinfeld færist yfir á Netflix

Andri Eysteinsson skrifar
Jerry Seinfeld, aðalleikari og höfundur Seinfeld þáttanna.
Jerry Seinfeld, aðalleikari og höfundur Seinfeld þáttanna. EPA/Mark Terill

Streymisveitan Netflix tilkynnti fyrr í dag að gamanþættirnir Seinfeld, þættirnir sem fjölluðu um ekki neitt, séu væntanlegir á streymisveituna árið 2021.

Allir 180 þættirnir með þeim Jerry, Elaine, George og Kramer verða í boði á Netflix en samningur Seinfeld við streymisveituna Hulu rennur úr 2021.

„Seinfeld eru gamanþættirnir sem allir þættir eru bornir saman við. Þættirnir eru jafn ferskir og fyndnir og þeir voru á tíunda áratugnum. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða þau Jerry, George, Elaine og Kramer velkomin á Netflix, sagði Ted Sarandos yfirmaður hjá Netflix í yfirlýsingu.

Seinfeld hófu göngu sína árið 1989 en gerðar voru 9 þáttaraðir sem sýndar voru til 1998. Höfundar þáttanna voru þeir Larry David og Jerry Seinfeld, sem lék titilhlutverkið. Auk Seinfeld voru þau Jason Alexander, sem George Costanza, Julia Louis-Dreyfus, sem Elaine Benes, og Michael Richards, sem Cosmo Kramer, í aðalhlutverkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.