Bíó og sjónvarp

Seinfeld færist yfir á Netflix

Andri Eysteinsson skrifar
Jerry Seinfeld, aðalleikari og höfundur Seinfeld þáttanna.
Jerry Seinfeld, aðalleikari og höfundur Seinfeld þáttanna. EPA/Mark Terill
Streymisveitan Netflix tilkynnti fyrr í dag að gamanþættirnir Seinfeld, þættirnir sem fjölluðu um ekki neitt, séu væntanlegir á streymisveituna árið 2021.

Allir 180 þættirnir með þeim Jerry, Elaine, George og Kramer verða í boði á Netflix en samningur Seinfeld við streymisveituna Hulu rennur úr 2021.

„Seinfeld eru gamanþættirnir sem allir þættir eru bornir saman við. Þættirnir eru jafn ferskir og fyndnir og þeir voru á tíunda áratugnum. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða þau Jerry, George, Elaine og Kramer velkomin á Netflix, sagði Ted Sarandos yfirmaður hjá Netflix í yfirlýsingu.

Seinfeld hófu göngu sína árið 1989 en gerðar voru 9 þáttaraðir sem sýndar voru til 1998. Höfundar þáttanna voru þeir Larry David og Jerry Seinfeld, sem lék titilhlutverkið. Auk Seinfeld voru þau Jason Alexander, sem George Costanza, Julia Louis-Dreyfus, sem Elaine Benes, og Michael Richards, sem Cosmo Kramer, í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×