Michael Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsinu í París eftir tilraunameðferðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 13:00 Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar vísir/getty Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019 Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira