Michael Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsinu í París eftir tilraunameðferðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 13:00 Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar vísir/getty Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019 Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti