Di Maria sá um Real Madrid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Di Maria sá um sína fyrrum vinnufélaga
Di Maria sá um sína fyrrum vinnufélaga vísir/getty
Paris Saint-Germain vann stórleikinn við Real Madrid í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.Angel di Maria skoraði tvisvar í upphafi leiksins gegn sínum gömlu félögum á Parc des Princes.Fyrsta markið kom á 14. mínútu af stuttu færi framhjá Thibaut Courtois. Belginn gat engum vörnum komið við í seinna markinu sem di Maria skoraði af löngu færi með glæsilegu skoti.Gareth Bale hélt hann hefði komið endurkomunni í gang þegar hann vippaði boltanum glæsilega yfir Keylor Navas en mark hans var dæmt af.Karim Benzema kom boltanum einnig í netið fyrir Real Madrid en hans mark var líka dæmt af.Thomas Meunier gulltryggði sigur PSG í uppbótatíma, lokatölur í París voru 3-0.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.