Sport

Egypskt lyftingafólk gæti misst af Ólympíuleikunum vegna lyfjamisnotkunar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HM í lyftingum hófst í dag.
HM í lyftingum hófst í dag. vísir/getty

Egyptaland má ekki keppa á heimsmeistaramótinu í lyftingum vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.

Svo gæti einnig farið að Egyptar kepptu ekki heldur í lyftingum á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Egyptaland fékk tveggja ára bann vegna þess að sjö ungir egypskir lyftingamenn féllu á lyfjaprófi árið 2016.

Egyptar geta áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins en ef bannið stendur má Egyptaland ekki keppa í lyftingum í Tókýó.

Heimsmeistaramótið í lyftingum hófst í Taílandi í dag. Flestir tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum með góðri frammistöðu á HM.

Egyptaland vann til tvennra bronsverðlauna í lyftingum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.