Enski boltinn

Steven Gerrard vill ná í sigur í kvöld fyrir Fernando Ricksen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Gerrard er þjálfari Rangers.
Steven Gerrard er þjálfari Rangers. vísir/getty
Fyrrum knattspyrnumaðurinn, Fernando Ricksen, lést á dögunum en hann lést aðeins sex árum eftir að komist var að því að hann væri með taugasjúkdóm.

Í kvöld spilar svo Rangers fyrsta leikinn eftir andlát Ricksen en hann var algjör goðsögn hjá Rangers þar sem hann vann fjölda titla og var mjög vinsæll hjá félaginu.

Rangers spilar gegn Feyenoord í kvöld í 1. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Steven Gerrard, stjóri Rangers, vill ná í stigin þrjú og tileinka þau Ricksen og fjölskyldu.

„Þetta eru sorglegar fréttir fyrir alla tengda félaginu og ekki síður unga fjölskyldu hans. Fyrir hönd félagsins vil ég senda samúðarkveðjur. Hann var frábær leikmaður sem átti flottan feril,“ sagði Gerrard.

„Ég er viss um að það verði mikið af tilfinningum á vellinum á morgun og ég held að Fernando eigi það skilið. Ég er viss um að stuðningsmenn beggja aðila munu votta honum virðingu sína.“





„Við óskum eftir því að stuðningsmenn okkar flykkist á bak við liðið því ég held að það væri flott að heiðra hann með góðri frammistöðu og þremur stigum. Við myndum tileinka honum sigurinn.“

„Þetta er svo sorglegt. Ég er viss um að stuðningsmennirnir eru mjög leiðir og við berum ábyrgð á því annað kvöld til þess að gera allt sem við getum til þess að ná í sigur fyrir hann,“ sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×