Erlendir söluaðilar horfa bjartsýnir til vetrar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2019 14:12 Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Vísir/Vilhelm Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06