Sport

Cyborg gerði risasamning við Bellator

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cyborg fyrir sinn síðasta bardaga hjá UFC.
Cyborg fyrir sinn síðasta bardaga hjá UFC. vísir/getty

Ein öflugasta bardagakona frá upphafi, Cris Cyborg, er farinn frá UFC en hún fékk risasamning við Bellator sem er í auknum mæli að keppa við UFC um bestu bardagakappana.

Bellator segir að þetta sé stærsti samningur sem kona hefur gert í MMA án þess þó að taka fram hversu verðmætur samningurinn sé.

Hin 34 ára gamla Cyborg varð fjaðurvigtarmeistari UFC í 517 daga og héldu margir að hún myndi aldrei tapa. Slíkir voru yfirburðir hennar. Þá kom Amanda Nunes til skjalanna og pakkaði henni saman á örskömmum tíma. Ótrúlegur bardagi og fyrsta tap Cyborg eftir að hafa unnið 20 í röð.

Samningar hennar við UFC rann svo út og UFC sýndi aldrei nægan áhuga á að framlengja þann samning sem mörgum þótti skrýtið. Þá opnaðist glugginn fyrir Bellator sem bætti við sig þessari skrautfjöður.

Cyborg getur nú orðið meistari hjá fjórða bardagasambandinu en hún hefur verið meistari hjá UFC, Strikeforce og Invicta.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.