Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 09:30 Khabib eftir sigurinn á Conor í fyrra. Vísir/Getty UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30
Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30
Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15
Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30