Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 09:30 Khabib eftir sigurinn á Conor í fyrra. Vísir/Getty UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Khabib Nurmagomedov hlaut níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í slagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor á UFC 229 í fyrra. Banninu er nú lokið og mætir hann Dustin Poirier. Khabib er ennþá ríkjandi léttvigtarmeistari en á meðan hann var í banni setti UFC upp titilbardaga um bráðabirgðarbelti UFC til að halda hreyfingu á þyngdarflokknum. Dustin Poirier nældi sér í eitt stykki bráðabirgðartitil og verða beltin sameinuð í kvöld. Khabib Nurmagomedov er einn allra besti bardagamaður heims um þessar mundir. Hann valtar yfir andstæðinga sína og hefur hreinlega pakkað þeim öllum saman. Hann hefur nánast aldrei lent í neinum teljandi vandræðum í UFC og hefur unnið alla 10 bardaga sína í UFC. Utan UFC var hann einnig ósigraður og er því samtals 27-0 á ferlinum í MMA sem á sér enga hliðstæðu í blönduðum bardagaíþróttum. Khabib er eins og mulningsvél sem breytir andstæðingunum í einhverja mylsnu – sama hverju andstæðingarnir hafa áorkað áður í búrinu. Hann er einfaldlega mest ríkjandi meistarinn í UFC í dag og er erfitt að sjá hann tapa á næstunni. Inn kemur Dustin Poirier sem hefur farið langt ferðalag til að komast þangað sem hann er í dag. Poirier hefur barist í alls kyns krummaskuðum í Bandaríkjunum, barist í reiðhöllum þar sem hann hefur þurft að hita upp í hestabásum, keyrt fylkja á milli svo klukkutímum skiptir til að berjast einn bardaga og þurft að hafa mikið fyrir því að komast þangað sem hann er í dag. Poirier er 17-4 í UFC og hefur aðeins einn maður þurft að berjast fleiri bardaga í UFC áður en hann fékk loksins alvöru titilbardaga (Michael Bisping). Leiðin á toppinn hjá Poirier hefur ekki verið áfallalaus en hann hefur komið sterkari til baka eftir hvert tap og orðið betri bardagamaður fyrir vikið. Poirier er mjög góður á öllum vígstöðum bardagans og hefur sýnt að hann getur svo sannarlega klárað bardaga sína með hnefunum. Hvort honum takist það gegn Khabib er síðan allt önnur spurning. UFC 242 er í Abu Dhabi og er bardagakvöldið á besta tíma hér heima. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30 Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30 Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15 Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. 30. ágúst 2019 23:30
Khabib snýr aftur í búrið í september UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman. 5. júní 2019 10:30
Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas. 30. janúar 2019 23:15
Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. 29. janúar 2019 18:30