Mat Hafró að veiðar á sæbjúgum hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 16:19 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur sett nýja reglugerð um veiðar á sæbjúgum en breytingar á reglum er gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar frá Hafró. vísir/vilhelm Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11